Fréttir

Ingólfsskáli málaður

Hópur vaskra félagsmanna í Ferðafélagi Skagfirðinga hélt upp að Hofsjökli helgina 17. – 19. ágúst í málningarvinnu við Ingólfsskála.

Bilun í símakerfi FÍ

Bilun er í símakerfi FÍ, verið er að vinna að viðgerð. Vinsamlegast sýnið biðlund. Við viljum benda á að netfang okkar er ávallt opið, fi@fi.is

Ferðafélag barnanna safnar sveppum 1. september

Ferðafélag barnanna safnar sveppum 1. september n.k. Vinsamlegast athugið að um breytta dagsetningu er að ræða, ferðin var áður fyrirhuguð 25. ágúst.

Yndislegt í Emstrum

Guðbjörn Gunnarsson og Heiðrún Ólafsdóttir eru skálaverðir FÍ í Emstrum og hafa þau verið tvö ár skálaverðir þar á bæ. Við tókum Guðbjörn tali um sumarið og lífið í Emstrum.

Fjallaverkefni og hreyfihópar fara af stað haustið 2018

Ferðafélag Íslands heldur úti nokkrum fjalla- og hreyfihópum sem allir eiga það sammerkt að vera lokaðir hópar sem ganga út á reglulegar fjallgöngur, heilsubót og góðan félagsskap.

Ný upplýsingaskilti sett upp í Landmanalaugum

Ferðafélag Íslands í samvinnu við Umhverfisstofnun hefur sett upp upplýsingaskilti fyrir ferðamenn í Landmannalaugum. Á skiltinu koma fram upplýsingar um alla þjónustu og aðstöðu í Landmannalaugum, gönguleiðir í nágrenni Landmannalauga sem og upplýsingar um náttúruvernd á svæðinu og umhverfisvæn skilaboð til ferðamanna.

Ókeypis dagsferð á Ok 18. ágúst

Þann 18. ágúst nk. verður gengið á Ok sem er 1.198 m. há dyngja vestur af Langjökli. Leiðsögumennirnir Hjalti Björnsson og Ragnar Antoniussen munu vera þátttakendum til halds og trausts. Gangan upp að öskju Oks og leifum Ok-jökuls er um það bil 2 klukkustundir, en ísmassinn á toppi Ok uppfyllir ekki lengur þau vísindalegu skilyrði sem til þarf til að teljast jökull.

65 FÍ Landvættir luku keppni í Urriðavatnssundinu nú um helgina

Alls luku 65 FÍ Landvættir keppni í Urriðavatnssundinu nú um helgina, en þrautin er ein af þrautum Landvætta.

Hlaðvarp FÍ - Dóri vitavörður

Dóri er einn af þúsundþjalasmiðum Ferðafélags Íslands. Hann segir hér m.a. söguna um hvernig hann var hætt kominn þegar hann féll útbyrðis á sjó um hávetur og hvernig reiðhjólakaup á netinu opnuðu leið fyrir hann í vitavörslu í Hornbjargsvita.

Góð færð á Laugaveginum en mikilvægt að kynna sér veðurspár

„Færðin á Laugaveginum er góð, leiðin stikuð og greiðfær en þó töluverður snjór í og við Hrafntinnusker,“ segir Þorgerður María Þorbjarnardóttir sem er einn af skálavörðum FÍ í Landmannalaugum.