Myndakvöld FÍ 28. nóvember
22.11.2018
Ferðafélag Íslands stendur fyrir myndakvöldi miðvikudaginn 28. nóvember kl. 20 í sal félagsins Mörkinni 6. Kóngsvegurinn er stærsta einstaka framkvæmd Íslendinga. Hann var gerður til að taka á móti Friðrik áttunda konungi sumarið 1907. Föruneyti konungs taldi um 200 manns, ríkisþingmenn og aðstoðarfólk. Leiðin liggur frá Reykjavík um Mosfellssveit til Þingvalla, Laugarvatns, Geysis, Gullfoss um Hrunamannahrepp niður Þjórsárbakka og sem leið liggur um Hellisheiði til Reykjavíkur.