Ferðakynningar framundan
21.02.2019
Á næstu vikum mun Ferðafélag Íslands bjóða upp á ferðakynningarkvöld þar sem fararstjórar fara yfir skipulag ferða og sýna myndir. Spennandi ferðir verða kynntar í máli og myndum á skýran og skorinorðan hátt. Kynningarnar verða haldnar í risi FÍ, Mörkinni 6, hefjast ávallt kl. 20 og taka aðeins um klukkustund.




