Síðustu Lýðheilsugöngur FÍ haustið 2018 í dag 26. september - komdu með út að ganga!
			
					25.09.2018			
	
	Síðustu lýðheilsugöngurnar fara fram miðvikudaginn 26. september kl. 18:00 um land allt. Þeim hefur verið býsna vel tekið og eru göngugarparnir taldir í þúsundum. Á þessum síðasta göngudegi verður m.a. boðið upp á göngu um Bessastaði og Skansinn í Garðabæ, gljúfrið við Giljá á vegum Blönduóssbæjar, gengið verður frá Skjálftasetrinu á Kópaskeri, farið um gömlu Eyjafjarðarbrýrnar að austanverðu og gengið upp gömlu Kambana.




