Fréttir

Öxarfjörður út og suður 9.-13. júlí. Sumarleyfisferð Ferðafélagsins Norðurslóðar við Öxarfjörð.

Nokkur sæti laus í sumarleyfisferð Norðurslóðar við Öxarförð. Gengið frá fjöru til fjalla, um núpa, gil og gljúfur. Gist er á farfuglaheimili á Kópaskeri í fjórar nætur. Ekki er gert ráð fyrir sameiginlegum mat fyrsta kvöldið en góð eldunaraðstaða er á farfuglaheimilinu.

Ferðafélag Íslands til liðs við Grænlendinga

Ferðafélag Íslands lagðist á árar með heimamönnum til að stofna Ferðafélag Grænlands og efla þannig enn frekar útivist og hreyfingu. Grænlenska ferðafélagið leit dagsins ljós þann 9. maí þegar sendinefnd frá Íslandi á vegum Ferðafélags Íslands heimsótti Nuuk og veitti ráðgjöf við stofnun félagsins.

Ferðafélag Grænlands stofnað 9. maí

Ferðafélag Grænlands var stofnað 9. maí sl. á fundi í NUUK. Gísli Már Gíslason ritari stjórnar FÍ flutti hinu nýstofnaða félagi kveðju frá Ferðafélagi Íslands. Tómas Guðbjartsson stjórnarmaður í FÍ hélt fyrirlestur um hjarta Íslands og fjallaskíðaferðir. Inga Dora Markussen hefur leitt undirbúningsvinnu á Grænlandi ásamt góðum félögum og Reynir Traustason og Stefán Magnússon hreindýrabóndi hafa unnið að stuðningi þessa verkefnis hér heima. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra er verndari verkefnisins.

Samtal um ábyrgar fjallahjólreiðar - málþing 22. maí

Umhverfisstofnun, Vatnajökulsþjóðgarður og Landgræðslan standa fyrir málþingi um ábyrgar fjallahjólreiðar í náttúru Íslands á Hótel Selfossi 22. maí næstkomandi kl. 17:00-19:00.

Herra MOSI býr í hraunbreiðum Skaftárhrepps


Árbók FÍ – Mosfellsheiði, landslag, leiðir og saga

Árbók FÍ um Mosfellsheiði hefur verið afar vel tekið og þegar hafa yfir 4.500 félagsmenn greitt árgjald félagsins og fjölmargir sótt árbókina á skrifstofu FÍ. Ferðafélag Íslands þakkar öllum þeim sem sótt hafa bókina á skrifstofu.  Frá og með deginum í dag, miðvikudegi 8. maí verður bókin send heim til allra þeirra sem greitt hafa árgjaldið en ekki sótt bókina á skrifstofuna.  Gera má ráð fyrir að bókin geti orðið nokkra daga í sendingu. 

Á fjöll við fyrsta hanagal

Mörgungöngur FÍ kl. 6 alla daga vikunnar, 6. - 10. maí.

Mosfellsheiði í Árbók Ferðafélagsins

„Eitt af því sem setur ímyndunaraflið af stað hjá mér þegar ég geng um Mosfellsheiði eru rústir sæluhúsanna sem þar er að finna. Eftir að hafa lesið frásagnir af hrakningum á ferðalögum og draugagangi í sæluhúsum er auðvelt að sjá fyrir sér dramatískar senur frá ferðalögum fyrri alda þegar fólk varð að komast af án GPS, GSM og goretex!

Fjallaskíði heilla

Ísland er vettvangur endalausra ævintýra fyrir þá sem vilja ferðast fyrir eigin afli og njóta alls þess magnaða sem fyrir augu ber. Aðferðirnar við að njóta á fjöllum eru fjölmargar og það veit Tómas Guðbjartsson fararstjóri og fjallakempa betur en flestir. Hann hefur frá barnsaldri þvælst um tinda, eggjar, skriður og kletta. Nýskriðinn úr menntaskóla var hann leiðsögumaður á fjöllum og beindi mest erlendum ferðamönnum í rétta troðninga og slóðir um allt hálendi Íslands.

Fjallagarpaverkefni fjölskyldunnar

Fjallagarpaverkefni fjölskyldunnar fer af stað á ný þann 9. maí næstkomandi með göngu á Selfjall en gengið verður á sex fjöll í nágrenni höfuðborgarinnar; þrjú í maí og júní og þrjú í ágúst og september.