Þolmörk ferðamanna í Landmannalaugum árið 2019 og samanburður við árin 2000 og 2009
07.08.2019
Undanfarið hafa rannsakendur á vegum Líf- og umhverfisvísindadeildar Háskóla Íslands í samstarfi við Ferðafélags Íslands unnið að svokölluðum þolmarkarannsóknum meðal ferðamanna í Landmannalaugum. Markmiðið með rannsókninni er meðal annars að kanna hvað einkennir ferðamenn í Landmannalaugum (t.d. þjóðerni, ferðamáti, gistimáti og dvalarlengd), hvernig ferðamenn skynja umhverfi og landslag svæðisins, hvort að ferðamenn séu ánægðir með ferð sína um svæðið og hvað þeim finnst um þá aðstöðu sem er á svæðinu.




