Öxarfjörður út og suður 9.-13. júlí. Sumarleyfisferð Ferðafélagsins Norðurslóðar við Öxarfjörð.
20.05.2019
Nokkur sæti laus í sumarleyfisferð Norðurslóðar við Öxarförð. Gengið frá fjöru til fjalla, um núpa, gil og gljúfur. Gist er á farfuglaheimili á Kópaskeri í fjórar nætur. Ekki er gert ráð fyrir sameiginlegum mat fyrsta kvöldið en góð eldunaraðstaða er á farfuglaheimilinu.