Fréttir

Takmarkanir á umferð á veg að Sauðleysuvatni

Umhverfisstofnun í samráði við fulltrúa Veiðifélags Landmannaafréttar og fulltrúa samgöngu- og fjarskiptanefndar Rangársþings Ytra, leggur til að veginum verði lokað tímabundið og skoðað að færa veglínu af viðkvæmu gróðursvæði á ógróið svæði í samráði við sveitarfélag og veiðifélag Landmannaafréttar.

Sólstöðudýrðin engu lík

Sólstöðudýrðin var engu lík þegar gengið var inn í sumarnóttina frá Kolviðarhóli í Marardal í gærkvöldi. Hin íslenska og ein staka sumarnótt skartaði sínu fegursta á sumarsólstöðum. Grónar hlíðar og klettaskörð ljómuðu í kvöldsólinni og Hengillinn með sínum dalverpum og hrikalegu hamrabeltum skartaði sínu fegursta. Dásamlegt kvöld. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir leiðir för í sumarnæturgöngum FÍ.

Líf í lundi - gönguferð í Heiðmörk 23. júní

Í tilefni af verkefni Skógræktarfélagsins „Líf í lundi“ býður Ferðafélag Íslands upp á gönguferð í Heiðmörk 23. júní kl. 10:30. Lagt verður af stað frá Ferðafélagsreitnum í Heiðmörk sem er merktur sérstaklega og er við bílastæði ofarlega í Heiðmörk. Ekið er sem leið liggur fram hjá Rauðhólum og framhjá Elliðavatni og áfram ca. 3 km að bílastæðinu við F.Í. reitinn.

Alla leið á Hvannadalshnúk

Um síðustu helgi héldu þáttakendur í fjallaverkefninu Alla leið á Hvannadalshnúk í góðu veðri ásamt fararstjórum og félögum úr FÍ Ung, alls 64 manns.

Pöddurnar leynast í laufinu - Skordýraskoðun í Elliðaárdal

Ein allra vinsælasta ganga Ferðafélags barnanna ár hvert er skordýraskoðun í Elliðaárdal og nú stefnir félagið enn á ný með Háskóla Íslands í þessa árvissu fróðleiksferð. Eins og alltaf er þátttaka alveg ókeypis. Þrátt fyrir að margir hafi ímugust á skordýrum þá er alveg augljóst á vinsældunum að mörgum þykja þau fögur og enn fleiri eru spenntir að skoða þau í návígi og fá gagnlegar upplýsingar um þessi mögnuðu kvikyndi frá vísindamönnum Háskóla Íslands.

Rúmlega eitt hundrað FÍ Landvættir í Bláalónsþraut

Rúmlega eitt hundrað þátttakendur í Landvættaverkefni Ferðafélags Íslands luku keppni í mjög vel heppnaðri sextíu kílómetra Bláalónsþraut á fjallahjólum um liðna helgi og hafa þar með lokið helmingi þeirra þrauta sem heyra til Landvættaáskoruninnar.

Fjallabyggð og Fjót - nýtt fræðslurit FÍ

Það er fátt sem jafnast á við mikilfengleika ysta hluta Tröllaskagans. Fjölbreytnin þar er mikil, há og tignarleg fjöll, hamraborgir, fjallaskörð, grösugir dalir, dalverpi og skálar með sjaldgæfum gróðri. Dýra- og fuglalíf er mikið þar sem margar leiðir liggja nálægt sjó. Höfundur ritsins er Björn Z. Ásgrímsson. Hann hefur stundað leiðsögn á utanverðum Tröllaskaga um árabil, þekkir svæðið vel frá unga aldri í gönguferðum, við smalamennsku og á skíðum.

Afmælisfjallganga Ferðafélags barnanna fimmtudaginn 13. júní kl. 19

Allir krakkar og fjölskyldur þeirra eru boðin hjartanlega velkomin í afmælisfjallgöngu Ferðafélags barnanna fimmtudaginn 13. júní kl. 19 á Helgafell í Hafnarfirði. Ingó veðurguð ætlar að koma með gítarinn og halda uppi fjörinu og Fjallakofinn sem jafnframt fagnar 15 ára afmæli ætlar að gefa öllum duglegum krökkum afmælisglaðning. Þetta verður alvöru afmælisveisla og eru allir vinir Ferðafélags barnanna hjartanlega velkomnir!

Flestir skálar mannaðir nú um helgina

Nú um helgina verða komnir skálaverðir í alla skála FÍ nema Baldvinsskála á Fimmvörðuhálsi en þar verða komnir skálaverðir 15. júní.

Hornstrandir eru draumalandið

Mjög marga dreymir um að komast í friðlandið á Hornströndum en það tilheyrir örfáum stöðum á jörðinni þar sem unnt er að mæta sögunni innan um rústir, tóftir og gömul hús en líka að sjá mögnuð víðerni og vera á blettum sem gefa þá mynd að þú sért fyrsta manneskjan til að standa nákvæmlega þar sem iljar þínar eru. Þetta er líklega eini staðurinn á Íslandi þar sem þú getur horfst í augu við heimskautaref af tveggja metra færi og hann lætur sér fátt um finnast enda á hann landið eins og hann gerði áður en maðurinn kom hingað fyrst.