Starfsmaður

Anders Rafn Sigþórsson

Anders Rafn Sigþórsson

Fararstjóri

Starfsheiti
employeesEmployeeMobile 847 1128

Anders er Hafnfirðingur í húð og hár enda hefur hann búið þar alla sína ævi. Hann útskrifaðist sem stúdent úr Menntaskólanum í Reykjavík vorið 2015 og stundar nú nám við lögfræði í Háskóla Íslands yfir veturinn.

Sem barn hafði Anders alltaf gaman af útiveru en það var ekki fyrr en hann hóf störf hjá Ferðafélagi Íslands sem fjallaveikinn helltist yfir hann. Anders hóf störf sem skálavörður í Hrafntinnuskeri sumarið 2014 og hefur varla sést á láglendinu yfir sumartímann síðan þá.

Vorið 2017 var Anders, ásamt öðrum, valinn í ungmennaráð Ferðafélags unga fólksins og hefur farið í fjallgöngur, hellaskoðanir og sjósund með hópa á vegum FÍ UNG.

Anders hefur sótt námskeið í Fyrstu hjálp á vegum ferðafélagsins og hefur í huga að auka við þá þekkingu í framtíðinni.

Ómissandi í bakpokann

Maryland kexpakki og sólgleraugu.

Uppáhalds leiksvæði

Friðland á fjallabaki og þá sérstaklega svæðið í kringum Hrafntinnusker.