Starfsmaður

Bragi Hannibalsson

Bragi Hannibalsson

Fararstjóri

Starfsheiti
employeesEmployeeMobile 899 6307

Bragi fór ekki að ganga fyrr en á öðru ári vegna of margra aukakílóa og lofthræðsla var til vandræða á unglingsárum. Honum tókst þó að losa sig við hvoru tveggja.

Bragi ólst upp á sveitabæ á Vestfjörðum á milli brattra fjalla þar sem voru kýr og kindur og vandist því útivist og göngum frá blautu barnsbeini.

Frá tvítugsaldri hefur Bragi búið á höfuðborgarsvæðinu og allar frístundir hans hafa farið  í að flækjast um Ísland, allt frá sjó til hæstu fjalla og jökla, sumar, vetur, vor og haust. Bragi hefur líka stundað fjallgöngur víða erlendis og hefur gengið um Grænland, Færeyjar, Noreg, Alpana, Dolomítana á Ítalíu, Tyrkland og fjalllendi Mallorca.

Honum telst til að hann hafi því stundað ýmis konar útivist og ferðalög í hartnær sjö áratugi. Og á þeim áratugum hefur hann oftsinnis leitt eða stjórnað för hópa af ýmsum stærðum.

Bragi er með sveinspróf í skriftvélavirkjun og hefur sótt sér margs konar fræðslu um jarðfræði. Hann hefur tekið námskeið í jöklagöngum og sprungubjörgun og nokkur námskeið í skyndihjálp.

Ómissandi í bakpokann

Regnbuxur, heitt kakó og samloka.

Uppáhalds leiksvæði

Þórsmörk og nágrenni, Hornstrandafriðland og fannir að vetri og sumri.