Starfsmaður

Brynhildur Ólafsdóttir

Brynhildur Ólafsdóttir

Fararstjóri

Starfsheiti
employeesEmployeeMobile 692 0029

Brynhildur fékk fjöll í fæðingargjöf frá heimabæ sínum Grundarfirði og er með alvarlega fjalla- og ferðabakteríu í blóðinu. Há fjöll og jöklar heilla Brynhildi öðru fremur og löng vetrarferðalög á gönguskíðum eru í miklu uppáhaldi.

Hún hefur fengist við fararstjórn hjá Ferðafélagi Íslands frá árinu 2011, bæði í fjallaverkefnum félagsins sem standa allt árið, svo sem 52 fjöll og Alla leið, sem og í lengri sumarleyfisferðum og verkefnisstjóri Ferðafélags barnanna. Brynhildur heldur utan um Hundrað hæstu áskorun FÍ og leiðir að auki æfingahópinn FÍ Landvætti og ásamt Róberti Marshall en hópurinn þjálfar saman skíðagöngu, fjallahjólreiðar, vatnasund og náttúruhlaup.

Brynhildur tók grunnnámskeið í nýliðaþjálfun björgunarsveitanna fyrir margt löngu og hefur viðhaldið þeirri þekkingu með reglulegum upprifjunarnámskeiðum í rötun, fjallamennsku, vetrarfjallamennsku, sprungubjörgun, snjóflóðum, kletta- og ísklifri. Brynhildur er útskrifaður gönguleiðsögumaður og með gilt skírteini í Vettvangshjálp í óbyggðum (WFR). Hún hefur lokið bæði Fjallaleiðsögn I og Jöklaleiðsögn I í þjálfunarkerfi Félags fjallaleiðsögumanna og er með réttindi til að kenna skíðagöngu.

Á láglendinu fæst Brynhildur við margs konar fjölmiðlatengd verkefni og skrif, verkefnisstjórn og vefstjórn.

Ómissandi í bakpokann

Góður biti af dökku súkkulaði.

Uppáhalds leiksvæði

Snæfellsnesfjallgarðurinn.