- Ferðir
- Skálar
- Gönguleiðir
- Fróðleikur
- Vefverslun
- Vefverslun
- FÍ
Fararstjóri
Gróa er fædd og uppalin í Reykjavík og hefur alla tíð verið mikil útikerling. Henni líður best úti í náttúrunni og fer þangað eins oft og hún getur. Hún á þrjá syni sem hún hefur lagt kapp á að smita með útivistarbakteríunni og segir að það hafi gengið alveg ágætlega.
Fjöllin hafa fylgt Gróu síðan hún var unglingur og hún hefur víða gengið á íslensk fjöll. Gróa hefur unnið sem gönguleiðsögukona síðan 2015, aðallega á Laugaveginum en einnig víðar og hefur meðal annars leiðsagt fyrir Ferðafélag Íslands á Hornströndum.
Gróa útskrifaðist úr gönguleiðsögn frá MK vorið 2015 og hefur þar fyrir utan stundað háskólanám meðal annars í sagnfræði og fornleifafræði. Hún hefur mikinn áhuga á útivist og hreyfingu og hefur gengið mikið með gönguhópnum sínum, Útiverum. Gróa hleypur einnig töluvert og hefur til dæmis hlaupið maraþon í Berlín og tvisvar sinnum Laugaveginn.
Þegar Gróa er ekki á fjöllum, þá sinnir hún fjölskyldu og vinum, kennir jóga og er markþjálfi.
Ullarpilsið mitt og gott nesti.
Þorbjörn við Grindavík, Vatnajökulsþjóðgarður og Hornstrandir.