Starfsmaður

Hanna Gréta Pálsdóttir

Hanna Gréta Pálsdóttir

Fararstjóri

Starfsheiti
employeesEmployeeMobile 699 4638

Hanna Gréta er alin upp á Austfjörðum þar sem hennar leiksvæði var að príla í klettum, veiða í fjörunni og vera úti í náttúrunni.

Hanna Gréta fékk fjallabakteríuna árið 2010 þegar hún fór í fjallaverkefni FÍ, 52 fjöll á ári. Í framhaldinu hefur hún tekið þátt í mörgum verkefnum og lengri göngum á vegum Ferðafélagi Íslands og setur hreyfingu og útiveru í forgang og fyrsta sæti. 

Hanna Gréta er keramik hönnuður (BA Honours frá University of Cumbria). Hún notar íslensk jarðefni í vinnuna sína og sækir innblástur af litavali í sinni vöru í hálendi Íslands. Að auki vinnur hún hjá Ási styrktarfélagi, þar sem hún sér um keramik og annað skapandi starf með fötluðum. Hún er með gilt skírteini í skyndihjálp.

Hanna Gréta lætur fátt stoppa sig og hefur ferðast mikið innanlands og erlendis með drengjunum sínum þremur enda telur hún samveruna með þeim mikilvægasta af öllu. 

Ómissandi í bakpokann

Þurrir sokkar og súkkulaði með sjávarsalti.

Uppáhalds leiksvæði

Klárlega Landmannalaugar.