Starfsmaður

Helgi Jóhannesson

Helgi Jóhannesson

Fararstjóri

Starfsheiti
employeesEmployeeMobile 849 0000

Helgi Jóhannesson er fæddur í Reykjavík en varð snemma mikill sveitamaður og undi sér hvergi betur en í sveitinni í Skálholtsvík í Hrútafirði á unglingsárunum. Hann hefur verið útivistarmaður allt frá árinu 2006 með áherslu á fjallgöngur og nú í seinni tíð fjallaskíðun og á að baki tíðar ferðir víðs vegar á Íslandi og einnig erlendis.

Helgi lauk lagaprófi frá HÍ árið 1988 og framhaldsnámi í lögfræði frá University of Miami 1990 og hefur stundað lögmannsstörf síðan.

Hann lauk Leiðsöguskólanum (gönguleiðsögn) vorið 2013 og hefur verið fararstjóri hjá FÍ síðustu ár, bæði í lengri gönguferðum og í fjallaskíðaferðum þar sem hann heldur utan um fjallaskíðaprógram Ferðafélagsins ásamt Tómasi Guðbjartssyni. Þá hefur Helgi einnig verið fararstjóri í fjölmögum einkaferðum. Hann hefur setið í stjórn FÍ frá 2015. Hann er með gilt WFR skyndihjálparskírteini.

Þegar Helgi er ekki á fjöllum eða í vinnu á lögmannstofunni dvelur hann í sumarhúsi sínu í Fljótshlíð sem liggur nærri skemmtilegum útivistarsvæðum. Þar er heimafjallið hans Þríhyrningur sem hann hefur gengið á ótal sinnum, á öllum árstímum og í alls konar veðri.

Ómissandi í bakpokann

Fyrir utan flatkökur og vatn er það sjúkrakassi og lesgleraugun ☺

Uppáhalds leiksvæðið

Klárlega Tröllaskaginn fyrir fjallaskíðun og Hornstrandir fyrir sumarferðir.