Starfsmaður

Hjörleifur Hjartarson

Hjörleifur Hjartarson

Fararstjóri

Starfsheiti
employeesEmployeeMobile 861 8884

Hjörleifur Hjartarson er kennari að mennt en hefur í seinni tíð aðallega starfað við skriftir, leik, söng og hljófæraslátt.

Hann ritstýrir héraðsblaðinu Norðurslóð í Dalvíkurbyggð, hefur skrifað nokkar bækur og leikrit auk annars efnis.

Hjörleifur hefur stundað fjallgöngur, fjárgöngur og hvers kyns aðrar göngur frá barnæsku og m.a. komið á nánast hvern tind og fjallaskarð  umhverfis Svarfaðardal þar sem hann býr. Alloft hefur hann tekið að sér leiðsögn gönguhópa á þeim slóðum og stundar nú nám við Leiðsögumannaskólann í Kópavogi.

Ómissandi í bakpokann

Rauð plastskál með skafti, utanáhangandi og svartur ruslapoki til margra hluta nytsamlegur m.a. sem sleði.

Uppáhalds leiksvæði

Friðland Svarfdæla.