Starfsmaður

Jónína Pálsdóttir

Jónína Pálsdóttir

Fararstjóri

Starfsheiti
employeesEmployeeMobile 897 8732

Jónína kynntist fjallamennskunni í æsku við að elta sauðfé norður á Ströndum og ennþá mætir hún í smalamennskur á æskuslóðir. Gönguskíðabakterían hófst einnig þar því á snjóþungum vetrum þurfti stundum að taka fram skíðin til að komast í skólann. Árið 1993 fór hún í fyrstu Hornstrandaferðina með FÍ og varð strax heltekin af Hornstrandaveikinni og þá var ekki aftur snúið.

Jónína hefur verið í fararstjórn hjá FÍ á Hornströndum og Ströndum af og til í um 10 ár ásamt því að kynna svæðið fyrir nokkrum vinahópum.

Jónína er með BS próf í náttúrufræði með áherslu á þjóðgarða og verndarsvæði frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri ásamt landvarðaréttindum. Í gegnum tíðina hefur hún sótt ýmis fararstjóranámskeið hjá FÍ. Á milli ferða stundar Jónína bókhaldsvinnu.

Ómissandi í bakpokann

Heitt á brúsa ásamt samloku með heimagerðri kæfu úr feitu ærkjöti af Ströndum.

Uppáhalds leiksvæði

H-in tvö: Hornstrandir og Hafnarfjall, bæjarfjall Borgnesinga.