Starfsmaður

Kjartan Long

Kjartan Long

Fararstjóri

Starfsheiti

Kjartan er fæddur og uppalinn í Reykjavík og nágrenni en á ættir að rekja til Stykkishólms og Vestmannaeyja. Á yngri árum lék hann sér á golfvöllum en skipti kylfunum út fyrir bakpoka, haglabyssu og nesti þegar hann komst í fullorðinna manna tölu.

Kjartan hefur gengið á flest af hærri fjöllum landsins og þverað bæði Vatnajökul og Langjökul að vetri til. Ástríðan liggur þó helst í fjallahjólamennsku hérlendis og erlendis ásamt því að ferðast létt og hratt um lítt kannaðar slóðir.

Kjartan er menntaður húsasmiður og hefur meðal annars smíðað kirkjur, gert upp hús á Hornströndum, smíðað byrgi fyrir grenjaskyttur og sinnt bóndastörfum. Hann er meðlimur í Hjálparsveit skáta í Reykjavík og hefur starfað þar í ýmsum deildum, nú síðast með undanfaraflokk sveitarinnar. Kjartan er fróðleiksþyrstur maður og hefur lokið fagnámskeiðum á borð við Vettvangshjálp í óbyggðum (WFR) og fjallamennsku sem og námskeiðum í ferðamennsku, rötun og skyndihjálp og einu stykki meiraprófi.

Dags daglega starfar Kjartan sem verkefna og sölustjóri hjá Byko. 

Ómissandi í bakpokann

Kaffi 

Uppáhalds leiksvæði

Fjallabak, jafnt að sumri og vetri.