Framkvæmdastjóri
Páll er fæddur og uppalinn á Selfossi og á ættir að rekja til Búrfells í Grímsnesi og Laugarvatns.
Páll lauk námi frá Samvinnuskólanum á Bifröst 1989 og lauk íþróttakennaraprófi frá Íþróttakennaraskóla Íslands 1992 og stundar nú masters nám við Háskólann á Bifröst í forystu og stjórnun.
Páll starfaði sem þjálfari og íþróttakennari um árabil. Hann stundaði íþróttir frá unga aldri með UMF Selfoss og var knattpsyrnumaður með Selfoss, ÍA, Leiftri og ÍBV og lék um tíma knattspyrnu í Noregi og Grikklandi.
Páll starfaði í Landsbanka Íslands, fjögur ár hjá Ólafsfjarðarbæ sem íþrótta-, æskulýðs- og ferðamálafulltrúi og í þrjú ár hjá Ungmennafélagi Íslands sem kynningarfulltrúi og ritstjóri Skinfaxa. Páll hefur verið framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands frá 2004.
Helstu áhugamál Páls eru íþróttir, útivist og bókmenntir.
Harðfiskur, sviðasulta, suðusúkkulaði og verðlaun af ýmsu tagi.
Allt Ísland en Hvanndalir og Þórsmörk sérstaklega.