Starfsmaður

Pétur Ásbjörnsson

Pétur Ásbjörnsson

Fararstjóri

Starfsheiti
employeesEmployeeMobile 898 7960

Upphafið á ferðamennsku Péturs má rekja til skátanna, Hamrabúa, nánar tiltekið. Hann hefur verið á fjöllum síðan með aðaláherlsu á klettaklifur til að byrja með en færði sig síðan á hærri fjöll eins og Mont Blanc, Eiger og Matterhorn í Ölpunum. Pétur hefur líka ferðast um Argentínu þar sem hann reyndi við pólsku leiðina upp á Aconcagua og fór í Cathedral fjöllin. Pétur hefur verið í sömu hjálparsveit frá 17 ára aldri. Og jú, hann er líka búinn að klífa Þumal og Fingurbjörg ;-)

Pétur hefur sótt ýmis konar námskeið á vegum Hjálparsveitar skáta bæði hérlendis og erlendis, aðalega í fjallamennsku og klifri, bæði í ís og klettum. Hann starfaði við sjúkragæslu í Bláfjöllum um skeið og útskrifaðist árið 1987 sem gönguleiðsögumaður úr Leiðsögumannaskólanum. Þá hefur hann sótt ýmis endurmenntunarnámskeið t.d. í GPS fræðum og skyndihjálp og í fjallamennsku í Fjallaskóla Jóns Gauta.

Á láglendinu myndi orðið netagerðamaður mögulega lýsa starfi Péturs best þar sem hann sér um eftirlit, viðhald og uppsetningu á þráðlausu og víruðu neti Landspítalans. Hann er lærður kerfisfræðingur úr Iðnskólanum í Reykjavík með nokkrar auklagráður eins og CCNA, CCNA Security, CCNP ofl.

Að auki er Pétur lærður bifvélavirki, lunkinn jarðfræðingur og mikill maraþonhlaupari.

Ómissandi í bakpokann

Klósettpappír.

Uppáhalds leiksvæði

Gönguferðir um Ísland og Alpana.