- Ferðir
- Skálar
- Gönguleiðir
- Fréttir
- Fróðleikur
- Vefverslun
- Vefverslun
- FÍ
Fararstjóri
Róbert var farinn að síga í berg og klifra í klettum strax á fyrsta tug ævi sinnar enda alinn upp í Vestmannaeyjum.
Hann fór í sínar fyrstu útilegur og skíðaferðir með skátafélaginu Faxa frá Eyjum og þaðan hefur leiðin legið á hæstu tinda Alpa og Afríku. Hann hefur undanfarin ár verið einn af fararstjórum Ferðafélags Íslands í lengri sem skemmri ferðum með ungum sem öldnum.
Róbert hefur sótt sér þekkingu í fjallgöngum og ferðalögum í óbyggðum á fjölmörgum námskeiðum í ís- og klettaklifri, snjóflóðahættu, veðurfræði, kajaksiglingum, fjallaskíðamennsku og skyndihjálp á fjöllum. Hann er með gilt skírteini í Vettvangshjálp í óbyggðum (WFR) og hefur lokið bæði Fjallaleiðsögn I og Jöklaleiðsögn I í þjálfunarkerfi Félags fjallaleiðsögumanna.
Róbert er fjölhæfur hjólreiðamaður á hálendi sem láglendi og hefur auk þess hlaupið lengstu óbyggðahlaup landsins. Hann rífur gjarnan upp strengjahljóðfæri við óvæntustu tilefni og brestur fyrirvaralaust í söng.
Róbert starfar við fjölmiðlun og útgáfu. Hann er ötull talsmaður náttúruverndar og sem alþingismaður á árum áður sat hann í umhverfisnefnd þingsins, umhverfisnefnd Norðurlandaráðs og Þingvallanefnd.
Orkugel, ef allt um þrýtur.
Róbert á andlegt lögheimili í Langadal í Þórsmörk.