Starfsmaður

Sigríður Lóa Jónsdóttir

Sigríður Lóa Jónsdóttir

Fararstjóri

Starfsheiti
employeesEmployeeMobile 698 6543

Áhugi Sigríðar Lóu á útivist vaknaði í gegnum skátastarf á unglingsárunum sem leiddi síðan til þátttöku í ferðum á vegum Ferðafélags Íslands. Hún fetar lítt troðnar slóðir á sumrin með litlum en öflugum hópi og stundar gönguskíði af kappi á veturna. Gönguferðir erlendis hafa líka heillað og hún hefur gengið á hæstu fjöll í þremur heimsálfum.

Sigríður Lóa hefur verið einn af fararstjórum Ferðafélags Íslands frá árinu 2004 og þá aðallega á Hornströndum. Hún hefur sótt ýmis námskeið sem FÍ hefur boðið upp á fyrir fararstjóra og einnig í rötun, sprungubjörgun, ísklifri, jarðfræði, áfallahjálp og hefur viðhaldið þekkingu í skyndihjálp. Fararstjórauppeldi hennar fólst líka í gítarnámi.

Sigríður Lóa er sálfræðingur og sérfræðingur í fötlunum barna og fæst við greiningu, ráðgjöf, kennslu og rannsóknir.

Ómissandi í bakpokann

Sjúkrataska og eyrnatappar (þegar gist er í skálum).

Uppáhalds leiksvæði

Þegar leið lá fyrst um Hornstrandafriðlandið fyrir tuttugu árum síðan var ekki aftur snúið þaðan.