Ferðafélag Íslands býður upp á fjölmarga gönguhópa, haustið 2025, sem snúast um reglulegar fjallgöngur, heilsubót og góðan félagsskap. Meginmarkmið þessara hópa er útivera, náttúruupplifun, gleði og góður félagsskapur. Eins og í öllum ferðum Ferðafélags Íslands er mikil áhersla lögð á fræðslu og öryggi á fjöllum. Fjölmargir FÍ gönguhópar eru í gangi yfir allt árið en aðrir eru í boði að vori og hausti. Nýir og fleiri gönguhópar fyrir haustið verða kynntir á næstunni.