Fréttir

Hrekkjavaka í skóginum - Aflýst

Vegna ófærðar og mikillar snjókomu hefur verið ákveðið að aflýsa ferðinni Hrekkjavaka í skóginum með Ferðafélagi barnanna, sem átti að fara fram mánudaginn 28. október.

Ferðasögur frá félögum: Gengið af Rótarsandi á milli Högnhöfða og Rauðafells og austur að Úthlíð í Biskupstungum

Hér er stutt ferðasaga frá Leifi Þorsteinssyni um ferð sem hann fór um Rótarsand á milli Högnhöfða og Rauðafells og austur að Úthlíð í Biskupstungum. Félagar eru hvattir til senda inn ferðasögu frá eftirminnilegum ferðum með góðum myndum og við vistum þær hér á heimasíðunni, öðrum félögum og ferðafólki til fróðleiks og ánægju.

Skálum FÍ á Laugaveginum lokað fyrir veturinn

Nú þegar haustið færist yfir er hafist handa við að loka skálum FÍ á Laugaveginum og öðrum skálasvæðum félagsins. Skálum FÍ í Hrafntinnuskeri, Álftavatni, Emstrum, Hvanngili og Baldvinsskála er lokað frá og með 17. september.

Gítarinn frá grunni – 4. vikna námskeið. 23. sept – 14. okt

Vertu klár með gítarinn í næstu skálaferð eða útilegu! Námskeiðið verður haldið hjá Ferðafélagi Íslands, Mörkinni 6, 108 Reykjavík. 23. sept – 14. okt

Veður – Aðstæður á Laugaveginum

Í dag eru erfiðar aðstæður á Laugaveginum vegna hvassviðris og mikilla rigninga.

Námskeið í boði haustið 2025 hjá Ferðafélagi Íslands

Í haust býður Ferðafélag Íslands upp á fjölbreytt námskeið fyrir alla sem hafa áhuga á útivist. Þar gefst þátttakendum tækifæri til að tileinka sér nýja færni, efla kunnáttu sína og dýpka skilning á ferða og fjallamennsku.

Kjalnesinga saga með Katrínu Jakobsdóttur - 27. september

Katrín Jakobsdóttir, íslenskufræðingur og fyrrum forsætisráðherra, leiðir göngu upp Esjuna að Steini og kynnir þátttakendur fyrir Kjalnesinga sögu sem má kalla heimasögu Reykvíkinga

Gönguhópar FÍ - haust 2025

Ferðafélag Íslands býður upp á fjölmarga gönguhópa, haustið 2025, sem snúast um reglulegar fjallgöngur, heilsubót og góðan félagsskap. Meginmarkmið þessara hópa er útivera, náttúruupplifun, gleði og góður félagsskapur. Eins og í öllum ferðum Ferðafélags Íslands er mikil áhersla lögð á fræðslu og öryggi á fjöllum. Fjölmargir FÍ gönguhópar eru í gangi yfir allt árið en aðrir eru í boði að vori og hausti. Nýir og fleiri gönguhópar fyrir haustið verða kynntir á næstunni.

Fjallamennska – öryggis­reglur

Fleiri og fleiri stunda nú fjallamennsku allt árið um kring. Í fjallamennsku er mikilvægt að huga vel að öryggismálum, búnaði og undirbúningi. Ferðafélag Íslands hefur tekið saman helstu atriði sem skipta máli þegar fólk stundar fjallamennsku og útivist.

Ný bók um Laugaveginn og Fimmvörðuháls á ensku

Ferðafélag Íslands hefur gefið út nýja bók, þýðingu á hluta árbókar 2021 um Laugaveginn, yfir á ensku.